Trans fólk, intersex fólk og heilbrigðiskerfið sem mismunar þeim Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Kitty Anderson skrifar 14. október 2015 09:49 Trans er vísun í enska regnhlífarhugtakið transgender. Trans stendur því fyrir marga mismunandi hópa, sem eiga það þó allir sameiginlegt að þeirra upplifun er ekki í takt við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Þetta eru t.d. hópar á borð við trans konur og trans karla, kynsegin (e. genderqueer), non-binary, genderfluid, agender, bigender og margt, margt fleira. Það er nefnilega þannig að okkar eigin upplifun á okkar kyni passar ekki alltaf saman við líkamann. Intersex er svo regnhlífarhugtak yfir fólk með ódæmigerð kyneinkenni. Kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta.. Í vestrænu samfélagi er svo fólk flokkað í tvo flokka samkvæmt þessum einkennum; kven- og karlkyn. En það gefur auga leið að það falla ekki 7 milljarðar manns að þeim stöðlum sem við höfum búið hér til og er auðvitað fólk sem að fellur utan þessara tveggja takmörkuðu kassa. Það fólk sem að fellur svo utan þeirra er kallað intersex fólk. Það að vera intersex er því líkamlegt og á eingöngu við um hvernig kyneinkenni fólks birtast. Þegar að kemur að trans fólki er orðanotkun á borð við: hann/hún, það, kynskiptingar, skipta um kyn, karlmaður sem varð kona, kona sem varð karlmaður o. fl.. Ástæður þess að slík orðanotkun er ekki viðeigandi er vegna þess að hún dregur í efa kynvitund trans fólks og þeirra trúverðugleika. Það að tala um að fólk skipti um kyn eða sé karlmaður sem verður kona (og öfugt) gefur til kynna að það sé eitthvað sem þú getur endurtekið og að um einhverskonar ákvörðun sé að ræða, þ.e. að ákveða að skipta frá því að vera karlmaður eða kona. Líkt og að ákveða það að skipta um skóla, skipta um föt, skipta um vinnu o.s.frv. Það er því rétt að tala um að einstaklingar leiðrétti kyn og undirgangist kynleiðréttingu og að tala um trans fólk, ekki kynskiptinga. Kitty Anderson. Þegar kemur að intersex fólki er orðanotkunin á borð við: millikyn, hermafródíta, gölluð, hann/hún, það og jafnvel er „viðrini” enn notað í kennslubókum, er til í orðabókum og á fleiri stöðum. Intersex fólk sætir því gríðarlegra mikilla fordóma og skilningsleysis á því hver þau eru og það gefur auga leið að það á aldrei að teljast viðunandi að tala um einstaklinga sem gallaða, viðrini eða á slíkan niðrandi hátt. Intersex fólk er heldur ekki á milli kynja líkt og orðið millikyn gefur til kynna, heldur eru þeirra kyneinkenni fjölbreytt og margskonar. Þessir tveir hópar eru því rosalega ólíkir og fyrst á að líta eiga þeir harla mikið sameiginlegt. Það að vera trans snýr að þinni kynvitund á meðan intersex snýr að kyneinkennum þínum. En hvað er það þá sem að sameinar þessa hópa undir hinsegin regnhlífinni? Jú, líkt og allir hópar undir hinsegin regnhlífinni þá eru ákveðin norm og gildi sem að gera ekki ráð fyrir ákveðnum fjölbreytileika. Þessi norm og gildi gera það því að verkum að trans og intersex fólk verður fyrir gríðarlegum fordómum, þeim er mismunað og þau sjúkdómsvædd. Trans fólk á Íslandi er skráð með svokallaðan kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) samkvæmt lögum (sjá lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012). Það trans fólk sem að sækist því eftir einhverskonar heilbrigðisþjónustu eins og t.d. hormónum eða skurðaðgerðum þarf því að undirgangast meðferð og greiningu sem er í höndum teymis á Landspítala sem að vegur og metur hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Einnig hafa einstaklingar sem að upplifa sig ekki eingöngu sem karl eða konu lítinn eða engan aðgang af þessu kerfi, þar sem er eingöngu gert ráð fyrir tveimur kynjum, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögunum sem talar í sífellu um „hitt kynið“, „gagnstætt kyn“ og „rétt kynhlutverk.“ Þegar kemur að intersex fólki er sagan hinsvegar önnur. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk þurft að sæta óþarfa inngrip í sinn líkama af hálfu heilbrigðiskerfisins undir formerkjum þess að hér sér verið að laga líkama þeirra sem sé gallaður. Þegar að barn fæðist og það sést utan á líkama þess að það er intersex, þá hafa læknar í gegnum tíðina framkvæmt aðgerðir til að breyta kynfærum þeirra og/eða fjarlægja kynkirtla þeirra sem sjá um að framleiða hormón. Þessar aðgerðir eru í nær flestum tilfellum óþarfar og eru einstaklingar gerðir háðir heilbrigðiskerfi, en ef að aðgerðir eru framkvæmdar er hætta á að einstaklingar þurfi í sífellu að undirgangast fleiri aðgerðir eftir því sem líkaminn þroskast og þegar að kynþroski byrjar þurfa einstaklingar að taka inn hormóna alla sína ævi ef kynkirtlar voru fjarlægðir. Slíkar aðgerðir eru ennþá gerðar hérlendis og eru læknar hérlendis almennt sannfærðir um það að hér sé um fæðingargalla að ræða sem að þurfi að laga, og undirstrika slíkt við nýbakaða foreldra að barnið þeirra sé óheilbrigt og gallað, en þau geti bjargað því og lagað það sem er að. Það sem hér á sér stað er ekkert annað en brot á líkamlegri friðhelgi, sem samkvæmt Evrópuráðinu og öðrum alþjóðastofnunun, er ekkert annað en gróft mannréttindabrot sem getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir því verða. Það hefur því oft komið á daginn að læknar framkvæma aðgerðir til að t.d. „breyta barni í stúlku“ með að framkvæma aðgerðir á kynfærum og/eða fjarlægja kynkirtla þeirra, en svo síðar meir hefur kynvitund viðkomandi ekki passað við þá ákvörðun.Oftar en ekki er intersex fólk ósátt með þær aðgerðir sem voru framkvæmdar á þeim og ríkir mikil þöggun og skömm þegar kemur að þessum málefnum. Dæmi eru um það að intersex fólki sé ekki sagt að aðgerðir hafi verið framkvæmdar á þeim og eru mörg þeirra sem að komast að því mun síðar á lífsleiðinn. Einnig eru dæmi um það að þegar að foreldrar fara í ómskoðun og það kemur í ljós að barn er intersex, þá sé það lagt til að einstaklingar fari í fóstureyðingu.Á meðan trans fólk berst fyrir því að fá aðgang að heilbrigðisþjónustu sem kemur fram við þau að virðingu og á þeirra forsendum, þá berst intersex fólk við það að heilbrigðiskerfið þvingi ekki fram aðgerðir sem brjóta á þeirra líkamlegu friðhelgi. Heilbrigðiskerfið gerir bæði undir formerkjum þess að hér sé um hagsmuni trans og intersex fólks að ræða – oft þvert á óskir þessa hópa. Heilbrigðiskerfið er samt ekki sjálfstætt starfandi batterí, heldur er það byggt upp af öðru fólki. Hugmyndir okkar um hvernig samfélagið eigi að vera smita því aðferðir sem eru viðhafðar innan þessa kerfis og er þetta dæmi um það að kynja tvíhyggja (e. gender binary) hefur hér tekið sér fótfestu og falið sig í búning vísinda, hagsmuna og heilbrigðis. Hagsmunir trans og intersex fólks er því ekki alltaf gætt innan heilbrigðiskerfisins, heldur er það uppspretta fordóma, fáfræði og forræðshyggju sem að stórlega mismunar fólki á grundvelli kynvitundar og kyneinkenna.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ugla Stefanía Tengdar fréttir Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49 Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Strákarnir Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. 8. október 2015 14:09 Við ætlum ekki að þegja lengur Ef upp kemur eldur í umhverfi okkar; heima hjá okkur, í vinnunni, í skólanum eða í nærliggjandi húsi, þá vitum við hvað við eigum að gera. Aftur á móti þekkjum við líklegast öll einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, ef við höfum þá ekki upplifað það sjálf. Í þessum aðstæðum vita þó fæstir hvernig eigi að koma fólki til bjargar. 12. október 2015 09:14 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Trans er vísun í enska regnhlífarhugtakið transgender. Trans stendur því fyrir marga mismunandi hópa, sem eiga það þó allir sameiginlegt að þeirra upplifun er ekki í takt við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Þetta eru t.d. hópar á borð við trans konur og trans karla, kynsegin (e. genderqueer), non-binary, genderfluid, agender, bigender og margt, margt fleira. Það er nefnilega þannig að okkar eigin upplifun á okkar kyni passar ekki alltaf saman við líkamann. Intersex er svo regnhlífarhugtak yfir fólk með ódæmigerð kyneinkenni. Kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta.. Í vestrænu samfélagi er svo fólk flokkað í tvo flokka samkvæmt þessum einkennum; kven- og karlkyn. En það gefur auga leið að það falla ekki 7 milljarðar manns að þeim stöðlum sem við höfum búið hér til og er auðvitað fólk sem að fellur utan þessara tveggja takmörkuðu kassa. Það fólk sem að fellur svo utan þeirra er kallað intersex fólk. Það að vera intersex er því líkamlegt og á eingöngu við um hvernig kyneinkenni fólks birtast. Þegar að kemur að trans fólki er orðanotkun á borð við: hann/hún, það, kynskiptingar, skipta um kyn, karlmaður sem varð kona, kona sem varð karlmaður o. fl.. Ástæður þess að slík orðanotkun er ekki viðeigandi er vegna þess að hún dregur í efa kynvitund trans fólks og þeirra trúverðugleika. Það að tala um að fólk skipti um kyn eða sé karlmaður sem verður kona (og öfugt) gefur til kynna að það sé eitthvað sem þú getur endurtekið og að um einhverskonar ákvörðun sé að ræða, þ.e. að ákveða að skipta frá því að vera karlmaður eða kona. Líkt og að ákveða það að skipta um skóla, skipta um föt, skipta um vinnu o.s.frv. Það er því rétt að tala um að einstaklingar leiðrétti kyn og undirgangist kynleiðréttingu og að tala um trans fólk, ekki kynskiptinga. Kitty Anderson. Þegar kemur að intersex fólki er orðanotkunin á borð við: millikyn, hermafródíta, gölluð, hann/hún, það og jafnvel er „viðrini” enn notað í kennslubókum, er til í orðabókum og á fleiri stöðum. Intersex fólk sætir því gríðarlegra mikilla fordóma og skilningsleysis á því hver þau eru og það gefur auga leið að það á aldrei að teljast viðunandi að tala um einstaklinga sem gallaða, viðrini eða á slíkan niðrandi hátt. Intersex fólk er heldur ekki á milli kynja líkt og orðið millikyn gefur til kynna, heldur eru þeirra kyneinkenni fjölbreytt og margskonar. Þessir tveir hópar eru því rosalega ólíkir og fyrst á að líta eiga þeir harla mikið sameiginlegt. Það að vera trans snýr að þinni kynvitund á meðan intersex snýr að kyneinkennum þínum. En hvað er það þá sem að sameinar þessa hópa undir hinsegin regnhlífinni? Jú, líkt og allir hópar undir hinsegin regnhlífinni þá eru ákveðin norm og gildi sem að gera ekki ráð fyrir ákveðnum fjölbreytileika. Þessi norm og gildi gera það því að verkum að trans og intersex fólk verður fyrir gríðarlegum fordómum, þeim er mismunað og þau sjúkdómsvædd. Trans fólk á Íslandi er skráð með svokallaðan kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) samkvæmt lögum (sjá lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012). Það trans fólk sem að sækist því eftir einhverskonar heilbrigðisþjónustu eins og t.d. hormónum eða skurðaðgerðum þarf því að undirgangast meðferð og greiningu sem er í höndum teymis á Landspítala sem að vegur og metur hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Einnig hafa einstaklingar sem að upplifa sig ekki eingöngu sem karl eða konu lítinn eða engan aðgang af þessu kerfi, þar sem er eingöngu gert ráð fyrir tveimur kynjum, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögunum sem talar í sífellu um „hitt kynið“, „gagnstætt kyn“ og „rétt kynhlutverk.“ Þegar kemur að intersex fólki er sagan hinsvegar önnur. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk þurft að sæta óþarfa inngrip í sinn líkama af hálfu heilbrigðiskerfisins undir formerkjum þess að hér sér verið að laga líkama þeirra sem sé gallaður. Þegar að barn fæðist og það sést utan á líkama þess að það er intersex, þá hafa læknar í gegnum tíðina framkvæmt aðgerðir til að breyta kynfærum þeirra og/eða fjarlægja kynkirtla þeirra sem sjá um að framleiða hormón. Þessar aðgerðir eru í nær flestum tilfellum óþarfar og eru einstaklingar gerðir háðir heilbrigðiskerfi, en ef að aðgerðir eru framkvæmdar er hætta á að einstaklingar þurfi í sífellu að undirgangast fleiri aðgerðir eftir því sem líkaminn þroskast og þegar að kynþroski byrjar þurfa einstaklingar að taka inn hormóna alla sína ævi ef kynkirtlar voru fjarlægðir. Slíkar aðgerðir eru ennþá gerðar hérlendis og eru læknar hérlendis almennt sannfærðir um það að hér sé um fæðingargalla að ræða sem að þurfi að laga, og undirstrika slíkt við nýbakaða foreldra að barnið þeirra sé óheilbrigt og gallað, en þau geti bjargað því og lagað það sem er að. Það sem hér á sér stað er ekkert annað en brot á líkamlegri friðhelgi, sem samkvæmt Evrópuráðinu og öðrum alþjóðastofnunun, er ekkert annað en gróft mannréttindabrot sem getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir því verða. Það hefur því oft komið á daginn að læknar framkvæma aðgerðir til að t.d. „breyta barni í stúlku“ með að framkvæma aðgerðir á kynfærum og/eða fjarlægja kynkirtla þeirra, en svo síðar meir hefur kynvitund viðkomandi ekki passað við þá ákvörðun.Oftar en ekki er intersex fólk ósátt með þær aðgerðir sem voru framkvæmdar á þeim og ríkir mikil þöggun og skömm þegar kemur að þessum málefnum. Dæmi eru um það að intersex fólki sé ekki sagt að aðgerðir hafi verið framkvæmdar á þeim og eru mörg þeirra sem að komast að því mun síðar á lífsleiðinn. Einnig eru dæmi um það að þegar að foreldrar fara í ómskoðun og það kemur í ljós að barn er intersex, þá sé það lagt til að einstaklingar fari í fóstureyðingu.Á meðan trans fólk berst fyrir því að fá aðgang að heilbrigðisþjónustu sem kemur fram við þau að virðingu og á þeirra forsendum, þá berst intersex fólk við það að heilbrigðiskerfið þvingi ekki fram aðgerðir sem brjóta á þeirra líkamlegu friðhelgi. Heilbrigðiskerfið gerir bæði undir formerkjum þess að hér sé um hagsmuni trans og intersex fólks að ræða – oft þvert á óskir þessa hópa. Heilbrigðiskerfið er samt ekki sjálfstætt starfandi batterí, heldur er það byggt upp af öðru fólki. Hugmyndir okkar um hvernig samfélagið eigi að vera smita því aðferðir sem eru viðhafðar innan þessa kerfis og er þetta dæmi um það að kynja tvíhyggja (e. gender binary) hefur hér tekið sér fótfestu og falið sig í búning vísinda, hagsmuna og heilbrigðis. Hagsmunir trans og intersex fólks er því ekki alltaf gætt innan heilbrigðiskerfisins, heldur er það uppspretta fordóma, fáfræði og forræðshyggju sem að stórlega mismunar fólki á grundvelli kynvitundar og kyneinkenna.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Strákarnir Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. 8. október 2015 14:09
Við ætlum ekki að þegja lengur Ef upp kemur eldur í umhverfi okkar; heima hjá okkur, í vinnunni, í skólanum eða í nærliggjandi húsi, þá vitum við hvað við eigum að gera. Aftur á móti þekkjum við líklegast öll einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, ef við höfum þá ekki upplifað það sjálf. Í þessum aðstæðum vita þó fæstir hvernig eigi að koma fólki til bjargar. 12. október 2015 09:14
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun