Erlent

Rannsaka mögulega stríðsglæpi Rússlands og Georgíu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Saksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins segist hafa gögn sem sýni fram á stríðsglæpi árið 2008.
Saksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins segist hafa gögn sem sýni fram á stríðsglæpi árið 2008. Vísir/AFP
Saksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins ætlar að hefja rannsókn á mögulegum stríðsglæpum rússneskra og georgískra hersveita.

Saksóknarinn, Fatou Bensouda, segist hafa gögn og upplýsingar um að stríðsglæpir hafi verið framdir af báðum aðilum í fimm daga stríðsátökum árið 2008 sem brutust út vegna Suður-Ossetíu, svæðis sem lýsti sig sjálfstætt frá Georgíu, og nýtur stuðnings Rússa.

Bensouda segist hafa gögn um að suður-ossetískar hersveitir hafi drepið allt að 113 óbreytta georgíska borgara og að aðilar átakanna hafi drepið friðargæsluliða. Hana grunar að rússar hafi tekið þátt í morðum á óbreyttum borgurum.

Samkvæmt Bensouda drápu aðilar átakanna friðargæsluliða, sem er stríðsglæpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×