Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 07:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“
Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira