Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2015 07:00 „Lúsmý er frægur bitvargur í norðanverðri Evrópu,“ segir Jón Halldórsson, líffræðingur og meindýraeyðir, sem aðstoðaði við uppsetningu myndarinnar. MYND/ERLING ÓLAFSSON Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira