Virkar skuldaleiðréttingin? – Já, hún virkar sannarlega! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun