Lilleström, lið Rúnars Kristinssonar, gerði sitt fjórða jafntefli á tímabilinu er liðið mætti Vålerenga í dag. Lokatölur voru 1-1.
Liðið hefur því gert jafntefli í fjórum af sex leikjum sínum til þessa á tímabillinu og er í tíunda sæti deildarinnar af sextán liðum með sex stig.
Johan Andersson skoraði mark Lilleström úr víti en Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Lilleström og léku allan leikinn. Elías Már Ómarsson var á bekknum hjá Vålerenga og kom ekki við sögu.
Í Danmörku hafði FCK betur gegn Esbjerg, 2-1. Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FCK en teknir af velli undir lok leiksins.
FCK er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Midtjylland sem á leik til góða og átta stigum á undan Bröndby.
Malmö hafði betur gegn Helsingborg, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Helsingborg sem er í áttunda sæti deildarinnar.
Fjórða jafntefli Rúnars í sex leikjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti