Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015

Fundurinn fer fram í Hörpu.
Fundurinn fer fram í Hörpu. Vísir/GVA
Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki.

Ávörp flytja Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. 

Þá munu stíga á stokk Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Uppfært klukkan 16.15. Fundinum er nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×