„Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. apríl 2015 18:30 Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira