Síðasti bardagi næsta andstæðings Gunnars Nelson, John Hathaway, fór ekki vel.
Þá mætti Hathaway Kóreubúanum Dong Hyun Kim í Kína og var rotaður í þriðju lotu. Snúningsolnbogi hjá Kim steinrotaði Hathaway. Bardaginn fór fram fyrir þrettán mánuðum síðan.
Kim er afar öflugur kappi og er kominn upp í áttunda sætið á styrkleikalistanum í veltivigtinni. Gunnar er í þrettánda sæti.
Hér að neðan má sjá rothöggið hjá Kim og viðtal við kappann.

