Plástur sem ekki losnar af Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. apríl 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson var ekki viðstaddur umræðuna á þriðjudag. Honum gengur þó illa að losna við umræður um aðildarumsókn. vísir/vilhelm Hafi ríkisstjórnin vonast eftir því að með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins, um að Ísland liti ekki lengur á sig sem aðildarríki, væri umræðum um ESB lokið í bili, er ljóst að sú von var á sandi reist. Allur þriðjudagurinn fór í umræður um tillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna og með því fór einn af 19 þingfundardögum sem eftir eru á starfsáætlun þingsins í umræður um mál sem átti að vera lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir málinu. Þar gerði hún grein fyrir tillögunni: „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Það má velta því fyrir sér í ljósi þess sem ég hef sagt að allt frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum má segja að spurningin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum, hún hefur verið umdeild og til umræðu reglulega og verður það líklega áfram. Það varð því niðurstaða mín og fjöldamargra annarra sem teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan að réttast væri að fá einhvern botn í umræðuna, leiða málið til lykta, og besta leiðin til þess væri að fá þjóðina til þess að gefa upp afstöðu sína í atkvæðagreiðslu um samning.“Katrín JakobsdóttirLíkt og við var að búast sköpuðust nokkrar umræður um málið, þannig er það alltaf þegar Evrópusambandið ber á góma. Í þeim kom ýmislegt athyglisvert fram, til að mynda brýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þingmenn til dáða um að leita til þjóðarinnar. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég var árið 2009 að leggja eigi það til við þjóðina og leita leiðsagnar hennar í þessu stóra máli. Þess vegna fagna ég þeim sinnaskiptum sem hér hafa orðið og vonast til þess að umræður um þingsályktunartillöguna verði í þá veru að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðarinnar eða hvort við ætlum að flækja þetta mál enn og aftur í viðjum flokka eins og við gerðum forðum.“ Sinnaskiptin sem Ragnheiður vísar til snúast um þá staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að bera aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki undir þjóðina í atkvæðagreiðslu árið 2009. Í þeirri stjórn sátu bæði Katrín og Árni Páll Árnason, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann var þó fjarverandi á þriðjudaginn. Katrín sagði það hafa verið mistök að fara ekki í slíka atkvæðagreiðslu. „Eins og ég hef áður sagt hér í þessari pontu þá tel ég, eftir á að hyggja, að það hefði verið rétt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli og ég er ekkert feimin að viðurkenna að maður getur lært ýmislegt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum.“ Miðað við umræðurnar er morgunljóst að Evrópumálin eru ekki horfin, þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar þar um. Þau eru eins og plástur á fingri utanríkisráðherra sem ekki losnar af, sama hve mikið hann hristir sína fingur. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hafi ríkisstjórnin vonast eftir því að með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins, um að Ísland liti ekki lengur á sig sem aðildarríki, væri umræðum um ESB lokið í bili, er ljóst að sú von var á sandi reist. Allur þriðjudagurinn fór í umræður um tillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna og með því fór einn af 19 þingfundardögum sem eftir eru á starfsáætlun þingsins í umræður um mál sem átti að vera lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir málinu. Þar gerði hún grein fyrir tillögunni: „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Það má velta því fyrir sér í ljósi þess sem ég hef sagt að allt frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum má segja að spurningin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum, hún hefur verið umdeild og til umræðu reglulega og verður það líklega áfram. Það varð því niðurstaða mín og fjöldamargra annarra sem teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan að réttast væri að fá einhvern botn í umræðuna, leiða málið til lykta, og besta leiðin til þess væri að fá þjóðina til þess að gefa upp afstöðu sína í atkvæðagreiðslu um samning.“Katrín JakobsdóttirLíkt og við var að búast sköpuðust nokkrar umræður um málið, þannig er það alltaf þegar Evrópusambandið ber á góma. Í þeim kom ýmislegt athyglisvert fram, til að mynda brýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þingmenn til dáða um að leita til þjóðarinnar. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég var árið 2009 að leggja eigi það til við þjóðina og leita leiðsagnar hennar í þessu stóra máli. Þess vegna fagna ég þeim sinnaskiptum sem hér hafa orðið og vonast til þess að umræður um þingsályktunartillöguna verði í þá veru að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðarinnar eða hvort við ætlum að flækja þetta mál enn og aftur í viðjum flokka eins og við gerðum forðum.“ Sinnaskiptin sem Ragnheiður vísar til snúast um þá staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að bera aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki undir þjóðina í atkvæðagreiðslu árið 2009. Í þeirri stjórn sátu bæði Katrín og Árni Páll Árnason, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann var þó fjarverandi á þriðjudaginn. Katrín sagði það hafa verið mistök að fara ekki í slíka atkvæðagreiðslu. „Eins og ég hef áður sagt hér í þessari pontu þá tel ég, eftir á að hyggja, að það hefði verið rétt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli og ég er ekkert feimin að viðurkenna að maður getur lært ýmislegt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum.“ Miðað við umræðurnar er morgunljóst að Evrópumálin eru ekki horfin, þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar þar um. Þau eru eins og plástur á fingri utanríkisráðherra sem ekki losnar af, sama hve mikið hann hristir sína fingur.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira