Enski boltinn

Mourinho: Þið eruð heimskir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho á leiknum í kvöld.
Mourinho á leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var sáttur við frammistöðu sinna manna þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Stoke í ensku deildabikarkeppninni.

Stoke komst yfir í leiknum en Chelsea náði að knýja fram framlenginu með jöfnunarmarki í blálokin. En Stoke vann í vítaspyrnukeppninni eftir að Jack Butland varði spyrnu Eden Hazard.

Mourinho sagði að sínir menn hefðu spilað vel og hefðu átt að klára leikinn í fyrri hálfleik.

„En svo skoruðu þeir og marki undir reyndum við allt sem við gátum. Ég reyndi að hjálpa til líka. Við skoruðum svo mark og áttum það skilið.“

Mourinho og leikmann hans hafa verið gagnrýndir í ensku pressunni fyrir frammistöðu sína í haust en Chelsea er við fallsvæðið í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað fimm af fyrstu tíu leikjunum sínum.

„Það sem leikmenn gerðu í kvöld var að svara nokkrum gagnrýnisröddum. Þeir sögðu: „Þið eruð heimskir“,“ sagði Mourinho enn fremur.

Hann segir að Diego Costa hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem að hann hafi mögulega rifbeinsbrotnað. „Ég held að hann hafi kýlt sjálfan sig,“ var svar hans þegar blaðamaður spurði hann um hvernig Costa hlaut meiðslin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×