Enski boltinn

Wenger: Skellur fyrir okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að kvöldið hafi verið slæmt fyrir félagið. Það tapaði fyrir Sheffield Wednesday, 3-0, í ensku deildabikarkeppninni og missti mikilvæga menn meidda af velli.

Alex Oxlade-Chamberlain meiddist eftir aðeins fimm mínútna leik en hann virtist hafa tognað aftan í læri. Varamaður hans, Theo Walcott, meiddist svo á kálfa aðeins fimmtán mínútum síðar.

Arsenal á mikilvæga leiki fram undan en liðið mætir Swansea, Bayern München og Tottenham á næstu dögum.

„Við misstum tvo mikilvæga leikmenn í fyrsta hluta leiksins,“ sagði Wenger efitir leikinn í kvöld. „Við vorum þegar með nokkra menn meidda í leikmannahópnum.“

„Það var mikill skellur fyrir okkur að falla úr leik í kvöld en það er jafnvel enn meiri skellur fyrir þátttöku okkar í öðrum keppnum að hafa misst svona mikilvæga leikmenn í meiðsli.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×