Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 27. október 2015 18:45 Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Vísir/Stefán Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD. Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD.
Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18