Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2015 16:59 Frá undirritun samkomulagsins í dag. Vísir/Pjetur Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með samkomulaginu á að tryggja á varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Í tilkynningu segir að samkomulagið felur í sér að stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda og mörkuð verði sameiginleg launastefna til ársins 2018. Einnig á að stefna að því skapa nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði sem taka eigi gildi árið 2018. Þetta líkan á að gera ráð fyrir því að stefnt verði að jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis og að opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði. Einnig er gert ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum og að fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með samkomulaginu á að tryggja á varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Í tilkynningu segir að samkomulagið felur í sér að stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda og mörkuð verði sameiginleg launastefna til ársins 2018. Einnig á að stefna að því skapa nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði sem taka eigi gildi árið 2018. Þetta líkan á að gera ráð fyrir því að stefnt verði að jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis og að opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði. Einnig er gert ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum og að fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira