Viðskipti innlent

Jóhannes nýr aðstoðarmaður Illuga

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhannes hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá því vorið 2014.
Jóhannes hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá því vorið 2014.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ráðið Jóhannes Stefánsson sem aðstoðarmann sinn.

Jóhannes er héraðsdómslögmaður og er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, en hann stundaði einnig skiptinám við Kaupmannahafnarháskóla. Hann útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.

Jóhannes hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu en einnig sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2. Hann hefur að auki starfað fyrir sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík, Arion banka og LEX lögmannsstofu.

Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×