Enski boltinn

Ekki spurning um hvort heldur hvenær Mourinho verði rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Getty
Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea.

Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari en titilvörnin hefur gengið skelfilega og liðið tapaði á móti West Ham um liðna helgi. Mourinho var þá rekinn upp í stúku og á yfir höfði sér leikbann.

Chelsea hefur nú tapað fimm leikjum og aðeins unnið þrjá í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er aðeins í fimmtánda sæti og með helmingi færri stig en topplið Manchester City og Arsenal.

Mirror er eitt blaðanna sem fjallar um hugsanlegan brottrekstur Mourinho en heimildir blaðsins úr hópi leikmanna Chelsea herma að það sé bara spurningum hvenær en ekki hvort Jose Mourinho verði rekinn.

Mirror segir frá því að það sé þó enginn uppreisn í gangi í klefanum en að framkoma Jose Mourinho að undanförnu gagnvart bæði dómurum og fjölmiðlum veki furði hjá leikmönnum hans.

The Sun er þegar farið að velta sér upp úr mögulegum eftirmönnum Jose Mourinho og segir að Pep Guardiola sé efstur á blaði hjá eigandanum Roman Abramovich.

The Times heldur því þó fram að það gangi ekkert hjá Abramovich í því að sannfara Guardiola um að hætta hjá Bayern München og koma yfir til Chelsea.

Independent segir fulltrúa Jose Mourinho svo vissa um að skjólstæðingur þeirra verði rekinn að þeir séu farnir að kanna möguleikana á því hvort hann fái starf hjá annaðhvort Paris St-Germain eða Internazionale.

ESPN slær því upp að 30 milljón punda greiðsla sem Jose Mourinho á rétt á samkvæmt samningi hans við Chelsea sé stór fyrirstaða í þessu máli.

Jose Mourinho skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í sumar og samkvæmt honum þá verður hann greiddur út að fullu hvort sem að Mourinho verði rekinn eða að stýri liðinu til ársins 2019.

Jose Mourinho neitaði að ræða við fjölmiðlamenn eftir tapið á móti West Ham um helgina og hvort sem að það hafði áhrif eða ekki þá eru nær allir fjölmiðlarnir búnir að útiloka það að Portúgalinn klári tímabilið með Chelsea.


Tengdar fréttir

Mourinho kærður enn á ný

Þarf að svara til saka fyrir fúkyrðaflaum og hegðun gagnvart dómara leiks Chelsea og West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×