Ekkert samkomulag náðist á fundi sjúkraliða, SFR og lögreglumanna með samninganefnd ríkisins í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Fundi deiluaðila lauk um á þriðja tímanum í nótt og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu.
Verkfall sjúkraliða á Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum Suðurnesja og Austurlands hefst á ný klukkan átta og stendur til fjögur.
Næsta stóra verkfallslota SFR og sjúkraliða hefst svo á fimmtudag og stendur í tvo sólarhringa ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.
Ekkert samkomulag í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna
