Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2015 06:00 Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen ásamt dóttur þeirra, Söndru. Thuy hefur nú fengið landvistarleyfi, sex dögum eftir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið hófst. Fréttablaðið/Vilhelm Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa. Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa.
Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira