Lífið

RVK Soundsystem verður RVK Sundsystem

Það viðrar vel til sunds þessa dagana.
Það viðrar vel til sunds þessa dagana.
RVK Soundsystem og Joe and the Juice blása til heljarinnar reggíveislu í Laugardalslaug á morgun þar sem mun fara fram almennilegt „sundpartí af gamla skólanum.“

Partíið mun standa frá klukkan 12:00 til 15:00 sem mun eflaust auðvelda þeim að komast fram úr rúminu sem hugsa sér að taka vel á því í kvöld á Secret Solstice.

Þá mun starfsfólk Joe and the Juice einnig selja djúsa við inngang laugarinnar.

RVK Soundsystem ætla að kalla sig RVK Sundsystem en þeir eru hópur 5 plötusnúða og tónlistarmanna, þeirra DJ Elvars, Gnúsa Yones, DJ Kára, Kalla Youze og Arnljóts úr Ojba Rasta. Hópurinn starfar við kynningu reggítónlistar á Íslandi og er markmiðið að efla senu þessarar tónlistar hérlendis sem þeir telja ekki hafa verið sinnt sem skyldi hér á landi.

Heljarinnar dagskrá verður á Secret Solstice á morgun en herlegheitin hefjast með tónleikum Helga Björnssonar klukkan 15:00.

Í kjölfarið stígur Charles Bradley á svið sem hitar upp fyrir hina goðsagnakenndu hljómsveit The Wailers sem áður lék með reggígoðsögninni Bob Marley.

Nánari upplýsingar um sundið má nálgast hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×