Erlent

Ók á 100 kílómetra hraða inn í þvögu af fólki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bíllinn sem maðurinn ók.
Bíllinn sem maðurinn ók. vísir/epa
Í það minnsta þrír eru látnir og 34 særðir eftir að maður ók bíl sínum inn í þvögu af fólki í borginni Graz í Austurríki í dag.

Fólkið var samankomið á torgi í borginni til að fylgjast með viðburði í tengslum við Formúlu 1-keppninni sem fram fer um helgina í nágrenni borgarinnar.

Lögreglan hefur handtekið ökumanninn, sem er 26 ára gamall. Ekkert bendir til að atvikið tengist hryðjuverkastarfsemi af einhverjum toga en lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Graz er höfuðborg fylkisins Styria í Austurríki og sagði fylkisstjórinn, Hermann Schuetzenhoefe, við fjölmiðla að það væri engin skýring eða afsökun á atviki sem þessu.

Vitni að slysinu sagði að ökumaðurinn hafi verið á að minnsta kosti 100 kílómetra hraða.

„Þetta var hræðilegt og allir voru í miklu uppnámi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×