Hluthafar í Símanum hafa samband við Ásmund Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 18:27 Hluthafar í Símanum hafa haft samband við þingmanninn og hafa áhyggjur af stöðu mála. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015 Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55
Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00
Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00