Reyndi að vinna eins og miðaldamunkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 11:30 “Mér finnst fornmálið fallegt, hnitmiðað og á köflum póetískara en nútímaíslenska,” segir Bergsveinn Vísir/Daníel Rúnarsson Bergsveinn Birgisson býr í Noregi, þar sem hann kennir norrænar miðaldabókmenntir. Hann er væntanlegur heim til Íslands innan fárra daga til þess að fylgja eftir sinni nýju bók, Geirmundar sögu heljarskinns, en tekur vel beiðni Fréttablaðsins um símaviðtal, þó kostnaður af því falli á hann að einhverju leyti. „Ég er alltaf í mínus hvort sem er,“ segir hann.Lætur Brand príor skrifa Bergsveinn kveðst hafa reynt að vinna Geirmundarsögu eins og miðaldamunkur, tína saman brot úr sagnfræðilegum heimildum og hugsa lengi um hvernig hægt væri að finna merkingarbært samhengi í þau, geta í eyður og flétta þau saman með leifum af hefð. Þessi undirbúningsvinna var gefin út sem bók í Noregi árið 2013, og kallast Den svarte vikingen. Ein af fléttum Bergsveins í Geirmundar sögu er að láta Brand nokkurn príor skrifa upprunalegu söguna á 12. öld. „Það er mikilvægt fyrir mig að hafa ramma, hann gerir það að verkum að ég get skrifað aðeins öðruvísi sögu en þær sem til eru,“ segir hann og hlær svolítið prakkaralega á hinum enda línunnar. „Því læt ég þennan munk vera einn af þeim fyrstu sem reynir að skrifa Íslendingasögu, áður en bókmenntagreinin verður viðtekin hefð og reglur myndast um það hvernig eigi að skrifa sögu. Í Íslendingasögum er aldrei lýst inn í persónur, þeim er aðeins lýst utan frá. Þetta er mikill fjötur svo ég læt þennan munk í fyrndinni geysa svolítið inn í Geirmund líka og geta sér til um hvað er í gangi inni í honum og hans nánustu.“Var mongólskur í útliti Sagan sem Ísland vildi ekki, er sagt um nýju bókina. „Hingað til hefur ekki verið mikill áhugi á Geirmundi eða vilji til að kafa í sögu hans. Ég vil meina að allar þjóðir búi sér til upphafsmýtu þegar sagnaritarar byrja að skrifa um elstu tíma. Menn velja að varpa ljósi á vissa þætti sem hæfa þeirri mýtu og svo lenda aðrir í skugga. Mitt mat er að Geirmundur hafi strax hafnað í skugganum því hann hafi ekki passað inn í upphafsmýtu Íslands. Hann er ekki algerlega norskur, heldur dökkur og mongólskur í útliti, enda á hann forfeður í Norður-Rússlandi. Í öðru lagi byggir hann sér ekki einn bæ og byrjar þar búskap eins og sagt er um aðra landnámsmenn heldur hagar sér eins og smákonungur, leggur nánast undir sig alla Vestfirði og norðanverðan Breiðafjörð og hefur fjölda manns í vinnu. Hann var stórinnflytjandi á írskum þrælum, það var annað sem sagnamenn vildu ekki fjölyrða um. Geirmundur nemur Ísland af efnahagsástæðum einum og hann ríður milli búa sinna með 80 vopnaða menn.“ En er þó talinn göfugur í Landnámabók? „Já, þar er hann talinn göfgastur landnámsmanna á Íslandi en í því tilliti er átt við valdamestur eða ríkastur manna, því það er líka merking orðsins göfugur.“Virðir gömlu sagnameistarana Var fornmálið þér ekkert til trafala við skriftirnar? „Jú, en mér fannst búið að gera nógu margar bækur upp úr fornri sagnahefð á íslensku nútímamáli. Verkefni mitt snerist um að virða gömlu sagnameistarana og formið og orðtökin eru samofin bókmenntagreininni. Vitanlega varð úr meiri vinna á bókinni en mér finnst fornmálið fallegt, hnitmiðað og á köflum póetískara en nútímaíslenska svo þetta var skemmtileg reynsla að prófa og fræðandi. Aðalástæðan er þó sú að ég hef mínar efasemdir um skáldsöguna sem listform í dag. Þess vegna vildi ég fara aftur til upphafsins.“ Ég sé minnst á Steinólf í Fagradal í sögunni þinni. Er það sá Steinólfur sem margir þekkja í dag? „Nei, það er Steinólfur lági sem kemur fyrir í sögunni. Nútímamaðurinn Steinólfur var 28. liður frá honum, en ef maður les vandlega má finna sagnir í bókinni runnar undan rifjum hans.“Upphaf XXII. Kapítula Svá bar til einn vetr at Hjörr konungr kallar Geirmund son sinn á sinn fund. Sagði hann að mál væri at reyna hvert mannsefni hann væri, ok þó vandsét hvárt mannast mætti. Hjörr sagði at Geirmundi væri þegar föstnut kona í Bjarmalandi sömu ættar ok móðurinnar Lúfvinu. Ok þá er váraði skyldi hann fara með þeim til Bjarmalands at heimta brúði sína. Geirmundr sagði þá at hann vildi heldr eiga ambátt eina, ok nefndi til þá ina rauðhærðu, er hafði at honum hlút í bernsku. Þá sperrti Hjörr upp augu í undran, ok þar eftir hvítnaði hann af reiði og sló son sinn vænan kinnhest. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Bergsveinn Birgisson býr í Noregi, þar sem hann kennir norrænar miðaldabókmenntir. Hann er væntanlegur heim til Íslands innan fárra daga til þess að fylgja eftir sinni nýju bók, Geirmundar sögu heljarskinns, en tekur vel beiðni Fréttablaðsins um símaviðtal, þó kostnaður af því falli á hann að einhverju leyti. „Ég er alltaf í mínus hvort sem er,“ segir hann.Lætur Brand príor skrifa Bergsveinn kveðst hafa reynt að vinna Geirmundarsögu eins og miðaldamunkur, tína saman brot úr sagnfræðilegum heimildum og hugsa lengi um hvernig hægt væri að finna merkingarbært samhengi í þau, geta í eyður og flétta þau saman með leifum af hefð. Þessi undirbúningsvinna var gefin út sem bók í Noregi árið 2013, og kallast Den svarte vikingen. Ein af fléttum Bergsveins í Geirmundar sögu er að láta Brand nokkurn príor skrifa upprunalegu söguna á 12. öld. „Það er mikilvægt fyrir mig að hafa ramma, hann gerir það að verkum að ég get skrifað aðeins öðruvísi sögu en þær sem til eru,“ segir hann og hlær svolítið prakkaralega á hinum enda línunnar. „Því læt ég þennan munk vera einn af þeim fyrstu sem reynir að skrifa Íslendingasögu, áður en bókmenntagreinin verður viðtekin hefð og reglur myndast um það hvernig eigi að skrifa sögu. Í Íslendingasögum er aldrei lýst inn í persónur, þeim er aðeins lýst utan frá. Þetta er mikill fjötur svo ég læt þennan munk í fyrndinni geysa svolítið inn í Geirmund líka og geta sér til um hvað er í gangi inni í honum og hans nánustu.“Var mongólskur í útliti Sagan sem Ísland vildi ekki, er sagt um nýju bókina. „Hingað til hefur ekki verið mikill áhugi á Geirmundi eða vilji til að kafa í sögu hans. Ég vil meina að allar þjóðir búi sér til upphafsmýtu þegar sagnaritarar byrja að skrifa um elstu tíma. Menn velja að varpa ljósi á vissa þætti sem hæfa þeirri mýtu og svo lenda aðrir í skugga. Mitt mat er að Geirmundur hafi strax hafnað í skugganum því hann hafi ekki passað inn í upphafsmýtu Íslands. Hann er ekki algerlega norskur, heldur dökkur og mongólskur í útliti, enda á hann forfeður í Norður-Rússlandi. Í öðru lagi byggir hann sér ekki einn bæ og byrjar þar búskap eins og sagt er um aðra landnámsmenn heldur hagar sér eins og smákonungur, leggur nánast undir sig alla Vestfirði og norðanverðan Breiðafjörð og hefur fjölda manns í vinnu. Hann var stórinnflytjandi á írskum þrælum, það var annað sem sagnamenn vildu ekki fjölyrða um. Geirmundur nemur Ísland af efnahagsástæðum einum og hann ríður milli búa sinna með 80 vopnaða menn.“ En er þó talinn göfugur í Landnámabók? „Já, þar er hann talinn göfgastur landnámsmanna á Íslandi en í því tilliti er átt við valdamestur eða ríkastur manna, því það er líka merking orðsins göfugur.“Virðir gömlu sagnameistarana Var fornmálið þér ekkert til trafala við skriftirnar? „Jú, en mér fannst búið að gera nógu margar bækur upp úr fornri sagnahefð á íslensku nútímamáli. Verkefni mitt snerist um að virða gömlu sagnameistarana og formið og orðtökin eru samofin bókmenntagreininni. Vitanlega varð úr meiri vinna á bókinni en mér finnst fornmálið fallegt, hnitmiðað og á köflum póetískara en nútímaíslenska svo þetta var skemmtileg reynsla að prófa og fræðandi. Aðalástæðan er þó sú að ég hef mínar efasemdir um skáldsöguna sem listform í dag. Þess vegna vildi ég fara aftur til upphafsins.“ Ég sé minnst á Steinólf í Fagradal í sögunni þinni. Er það sá Steinólfur sem margir þekkja í dag? „Nei, það er Steinólfur lági sem kemur fyrir í sögunni. Nútímamaðurinn Steinólfur var 28. liður frá honum, en ef maður les vandlega má finna sagnir í bókinni runnar undan rifjum hans.“Upphaf XXII. Kapítula Svá bar til einn vetr at Hjörr konungr kallar Geirmund son sinn á sinn fund. Sagði hann að mál væri at reyna hvert mannsefni hann væri, ok þó vandsét hvárt mannast mætti. Hjörr sagði at Geirmundi væri þegar föstnut kona í Bjarmalandi sömu ættar ok móðurinnar Lúfvinu. Ok þá er váraði skyldi hann fara með þeim til Bjarmalands at heimta brúði sína. Geirmundr sagði þá at hann vildi heldr eiga ambátt eina, ok nefndi til þá ina rauðhærðu, er hafði at honum hlút í bernsku. Þá sperrti Hjörr upp augu í undran, ok þar eftir hvítnaði hann af reiði og sló son sinn vænan kinnhest.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira