Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. nóvember 2015 15:40 Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, sagði Einar Guðfinnsson, forseti þingsins. vísir/daníel Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“ Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“
Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira