NATO boðar til neyðarfundar vegna rússnesku herþotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 11:57 Frá fundi ráðsins Vísir/afp Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira