Fótbolti

Óvíst hvort Þorsteinn Már geti spilað gegn FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorsteinn Már fékk högg á læri í þessu samstuði við André Hansen og Mikael Dorsin.
Þorsteinn Már fékk högg á læri í þessu samstuði við André Hansen og Mikael Dorsin. vísir/valli
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í 1-0 tapi bikarmeistaranna gegn Rosenborg frá Noregi í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þorsteinn lenti í samstuði við André Hansen, markvörð Rosenborg, og Mikael Dorsin, bakvörð norska liðsins, og þurfti frá að hverfa eftir 30 mínútna leik.

„Þetta var högg á læri. Það getur tekið 2-3 vikur og líka 2-3 daga. Það fer bara eftir því hvernig okkar starfshólk tekur á þessu og meðhöndlar hann,“ sagði Bjarni Guðjónsson um meiðslin eftir leik.

KR á fyrir höndum stórleik gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið þar sem Vesturbæjarliðið getur, með sigri, hirt toppsætið af FH.

„Við þurfum bara að sjá hvernig hann verður og morgun og hinn og meta svo hvort hann verði klár á sunnudaginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×