Ekkert til fyrirstöðu að Discover the World hefji áætlunaflug til Egilsstaða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2015 12:35 Ríkið kemur til með að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. vísir/sks Ferðaskrifstofan Discover the World áformar að bjóða upp á áætlunarflug á milli London og Egilsstaða næsta sumar. Gert er ráð fyrir að flogið verði alla sunnudaga frá og með 22. maí til 2. október. Clive Stacey, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir í samtali við Túrista að nauðsynlegt sé fyrir framgang málsins að Austfirðingar og aðrir Íslendingar nýti sér þennan nýja ferðamöguleika. Hann telur einnig að útlendingar sem nýti sér ferðirnar verði hrein viðbót við ferðamannastrauminn, sem nú þegar sé, og taki ekki viðskipti af öðrum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugvöllinn hafa alla burði til að taka á móti farþegunum. „Það þarf kannski smá fyrirvara til að gera allt klárt en þetta er auðvitað alþjóðaflugvöllur sem hefur allt til alls og þegar það er flug á áætlun þá er allt til staðar. Það þarf að vera tollur og öryggisleit og við erum með fólk sem er þjálfað í því. Svo fáum við lögreglu eða tollayfirvöld til að sjá um tollamál,“ segir Guðni í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Ríkið kemur til með að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Forsætisráðherra skipaði starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli kæmist á laggirnar. Skýrsla hópsins sýndi fram á það að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Kristján hjá Túrista ræddi málið í Bítinu í morgun. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ferðaskrifstofan Discover the World áformar að bjóða upp á áætlunarflug á milli London og Egilsstaða næsta sumar. Gert er ráð fyrir að flogið verði alla sunnudaga frá og með 22. maí til 2. október. Clive Stacey, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir í samtali við Túrista að nauðsynlegt sé fyrir framgang málsins að Austfirðingar og aðrir Íslendingar nýti sér þennan nýja ferðamöguleika. Hann telur einnig að útlendingar sem nýti sér ferðirnar verði hrein viðbót við ferðamannastrauminn, sem nú þegar sé, og taki ekki viðskipti af öðrum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugvöllinn hafa alla burði til að taka á móti farþegunum. „Það þarf kannski smá fyrirvara til að gera allt klárt en þetta er auðvitað alþjóðaflugvöllur sem hefur allt til alls og þegar það er flug á áætlun þá er allt til staðar. Það þarf að vera tollur og öryggisleit og við erum með fólk sem er þjálfað í því. Svo fáum við lögreglu eða tollayfirvöld til að sjá um tollamál,“ segir Guðni í samtali við Vísi.Sjá einnig: „Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Ríkið kemur til með að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Forsætisráðherra skipaði starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli kæmist á laggirnar. Skýrsla hópsins sýndi fram á það að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Kristján hjá Túrista ræddi málið í Bítinu í morgun.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira