Enski boltinn

Di Maria-hjónum líður illa í Manchester vegna innbrots

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast til að Argentínumaðurinn Angel Di Maria verði um kyrrt í herbúðum félagsins.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum gæti þó Van Gaal neyðst til að sleppa takinu af Di Maria þar sem hann hefur ekki áhuga á að þvinga óánægða leikmenn til að vera áfram.

Di Maria átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta ári hjá Manchester United en þegar hann var keyptur frá Real Madrid varð hann dýrasti knattspyrnumaður í sögu enskrar knattspyrnu.

Di Maria og eiginkona hans fluttu af heimili sínu í mars eftir að brotist var inn til þeirra á meðan að þau voru heima. Síðan þá hefur þeim ekki liðið vel og vilja helst komast frá Manchester.

Kappinn hefur verið orðaður við franska stórliðið PSG en Van Gaal er með sóknarmanninn Edinson Cavani, sem leikur með PSG, í sigtinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×