Hagsmunasamtökin við Austurvöll Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Magnússon Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun