Forsætisráðherra ítrekaði gagnrýni sína á Landsbankann úr ræðustól Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 16:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu. Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu.
Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00
Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18
Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49