Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 14:29 Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Höfn í Hornafirði síðastliðna viku. Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07
Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44
Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03
Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15