Martial sló í gegn í frumraun sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Martial gulltryggði sigur Manchester United á Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið. vísir/getty Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti