Golf

Guðmundur Ágúst með magnaðan hring í Flórída

Guðmundur Ágúst var í banastuði á fyrsta hring.
Guðmundur Ágúst var í banastuði á fyrsta hring. GSÍ
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og lék á níu höggum undir pari á fyrsta hring á Seminole Intercollegiate háskólamótinu sem fram fer á Southwood keppnisvellinum í Flórída.

Guðmundur stundar nám við East Tennesse State skólann og leikur með golfliði hans en hann kom inn á 63 höggum eða níu undir pari.

Eftir fyrsta hring leiðir þessi fyrrum Íslandsmeistari í holukeppni mótið með fjórum höggum en næsti maður á eftir honum er á fimm höggum undir pari.

Hringurinn hjá Guðmundi er sá besti sem íslenskur kylfingur hefur leikið í bandaríska háskólagolfinu en mótið er afar sterkt og margir af bestu kylfingum háskólagolfsins eru meðal keppenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×