„Góð byrjun á helginni. Það er gaman að negla hringina í tímatökum. Við munum gera okkar besta til að vinna hér á morgun,“ sagði Lewis Hamilton kátur í bragði enda búinn að leggja línuna að 25 stigum á morgun.
„Lewis stóð sig vel í dag. Hraðinn var þarna en ég náði ekki að setja saman góða hring. Ég mun gera mitt besta á morgun, það er langur dagur og margt sem getur gerst,“ sagði Nico Rosberg.
„Þetta var erfið tímataka, það var þétt barátta fyrir aftan Mercedes. Það er gott að besti hringur dagsins sé sá síðasti. Vindurinn var breytilegur og erfiður,“ sagði Massa eftir tímatökuna þar sem hann var næstur á eftir Mercedes.
„Þokkalega sátt við þetta, Valtteri fékk bakverki við skoðuðum bílin og það var ekkert að finna. Felipe átti meira inni en náði góðum hring. Það er greinilegt að Mercedes erlangt á undan, við höfum minni áhuga á hvað Ferrari gerir, við viljum einbeita okkur að Mercedes,“ sagði Rob Smedley, yfirmaður kappastursmála hjá Williams.
„Bilið er enn þokkalega stórt í bílana fyrir framan en tæpt á milli okkar og Williams. Vonandi getur rauður bíll verið í þriðja sæti á morgun,“ sagði Sebastian Vettel eftir sína fyrstu tímatöku með Ferrari.

„Þetta hefur verið erfitt en við höfum náð að keyra aðeins. Við vissum að við vorum aldrei að fara að ógna neinum. Það er gott að Honda gat lært eitthvað í dag. Erfitt að segja hvort við sjáum köflótta flaggið á morgun. Við höfum ekki enn náð keppnisvegalengd á bílnum,“ sagði Jenson Button á McLaren eftir að hann lauk þátttöku í tímatökunni.
„Við vinnum saman sem eitt lið með Honda og vitum að þessir hlutir taka tíma, það er enginn að fara að vinna Mercedes liðið með því að smíða eigin bíl en nota þeirra vél. Við munum komast þangað en það mun taka tíma. Við erum að fara varlega í öllu, við viljum ekki skemma vélar,“ sagði Ron Dennis framkvæmdastjóri McLaren liðsins.