Þungar áhyggjur á Landspítalanum af yfirvofandi verkföllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. september 2015 19:01 Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sjá meira
Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sjá meira
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45