Ríkisstjórnin sökuð um óheilindi í loftslagsmálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. september 2015 19:55 Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni. Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni.
Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25