Ríkisstjórnin sökuð um óheilindi í loftslagsmálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. september 2015 19:55 Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni. Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni.
Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25