Andar köldu milli SVÞ og ASÍ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:15 Togstreita er á milli Samtaka verslunar og þjónustu og Alþýðusambands Íslands. SVÞ sakar ASÍ um ófagleg vinnubrögð og ASÍ svarar í sömu mynt. vísir/vilhelm Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna verðlagseftirlit ASÍ harðlega og segja vinnubrögð þess nær óboðleg. Verðlagseftirlitið birti í gær verðkönnun þar sem fram kom að vörukarfan hefði hækkað í verði í öllum verslunum, nema einni frá því í júní. ASÍ segir að um sé að ræða innistæðulaus gífuryrði af hálfu SVÞ. Samtökin saka eftirlitið um ófagleg vinnubrögð með því að hafa ekki „hirt um að gera grein fyrir ástæðunum sem liggi að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað“. Eftirlitinu sé fullkunnugt um að verðlagseftirlit búvara hafi ákveðið að hækka verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58 prósent og smjör um 11,6 prósent. Þeirri ákvörðun hafi bæði SVÞ og ASÍ mótmælt, en að mótmæli sambandsins hefðu mátt vera kröftugri, þar sem ákvörðunin hafi fyrst og fremst beinst gegn hagsmunum hins almenna félagsmanns í verkalýðshreyfingunni. „Það þarf því ekki að koma ASÍ eða öðrum á óvart að sú ákvörðun sem verðlagsnefnd búvara tók í júlí, endurspeglist í verði mjólkur og mjólkurvara. Það ber hins vegar ekki vott um fagleg vinnubrögð af hálfu verðlagseftirlits ASÍ að minnast ekki einu orði á það hvaða orsakir liggi þar að baki. Á meðan verðlagseftirlitið heldur áfram að stunda vinnubrögð sem þessi heldur trúverðugleiki þess áfram að minnka. Almenningur hlýtur að vilja heyra allan sannleikann,“ segir í fréttatilkynningu frá SVÞ.Ásökunum svarað með ásökunum ASÍ svaraði ásökunum SVÞ í sömu mynt í dag. Í svarinu segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem SVÞ „slái um sig með gífuryrðum“ í gagnrýni sinni á verðlagseftirlit ASÍ. Samtökin virðist telja að með því að nota nógu stór orð nógu oft geti samtökin grafið undir trúverðugleika verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru alvarlegar ásakanir, sérstaklega í ljósi þess að SVÞ gerir engar efnislegar athugasemdir við gerð, framkvæmd, úrvinnslu eða niðurstöður verðkönnunarinnar,“ segir í svarinu, en yfirskrift bréfsins er „Gífuryrði án innistæðu“. Þá segir að verðlagseftirlit ASÍ hafi einungis það markmið að veita verslunum aðhald með því að upplýsa neytendur um verðlag og þróun verðlags. Það hafi engra annarra hagsmuna að gæta „ólíkt SVÞ sem virðist telja það þjóna hagsmunum þeirra sem samtökin starfa fyrir að draga úr því aðhaldi sem verðlagseftirlitið veitir með innihaldslausum gífuryrðum“. Tengdar fréttir Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna verðlagseftirlit ASÍ harðlega og segja vinnubrögð þess nær óboðleg. Verðlagseftirlitið birti í gær verðkönnun þar sem fram kom að vörukarfan hefði hækkað í verði í öllum verslunum, nema einni frá því í júní. ASÍ segir að um sé að ræða innistæðulaus gífuryrði af hálfu SVÞ. Samtökin saka eftirlitið um ófagleg vinnubrögð með því að hafa ekki „hirt um að gera grein fyrir ástæðunum sem liggi að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað“. Eftirlitinu sé fullkunnugt um að verðlagseftirlit búvara hafi ákveðið að hækka verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58 prósent og smjör um 11,6 prósent. Þeirri ákvörðun hafi bæði SVÞ og ASÍ mótmælt, en að mótmæli sambandsins hefðu mátt vera kröftugri, þar sem ákvörðunin hafi fyrst og fremst beinst gegn hagsmunum hins almenna félagsmanns í verkalýðshreyfingunni. „Það þarf því ekki að koma ASÍ eða öðrum á óvart að sú ákvörðun sem verðlagsnefnd búvara tók í júlí, endurspeglist í verði mjólkur og mjólkurvara. Það ber hins vegar ekki vott um fagleg vinnubrögð af hálfu verðlagseftirlits ASÍ að minnast ekki einu orði á það hvaða orsakir liggi þar að baki. Á meðan verðlagseftirlitið heldur áfram að stunda vinnubrögð sem þessi heldur trúverðugleiki þess áfram að minnka. Almenningur hlýtur að vilja heyra allan sannleikann,“ segir í fréttatilkynningu frá SVÞ.Ásökunum svarað með ásökunum ASÍ svaraði ásökunum SVÞ í sömu mynt í dag. Í svarinu segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem SVÞ „slái um sig með gífuryrðum“ í gagnrýni sinni á verðlagseftirlit ASÍ. Samtökin virðist telja að með því að nota nógu stór orð nógu oft geti samtökin grafið undir trúverðugleika verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru alvarlegar ásakanir, sérstaklega í ljósi þess að SVÞ gerir engar efnislegar athugasemdir við gerð, framkvæmd, úrvinnslu eða niðurstöður verðkönnunarinnar,“ segir í svarinu, en yfirskrift bréfsins er „Gífuryrði án innistæðu“. Þá segir að verðlagseftirlit ASÍ hafi einungis það markmið að veita verslunum aðhald með því að upplýsa neytendur um verðlag og þróun verðlags. Það hafi engra annarra hagsmuna að gæta „ólíkt SVÞ sem virðist telja það þjóna hagsmunum þeirra sem samtökin starfa fyrir að draga úr því aðhaldi sem verðlagseftirlitið veitir með innihaldslausum gífuryrðum“.
Tengdar fréttir Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59