Erlent

Reyndi að opna flugvélahurð í 30 þúsund feta hæð til að komast á salernið

Atli Ísleifsson skrifar
James Gray hélt að hann væri að opna hurðina inn á salerni vélarinnar.
James Gray hélt að hann væri að opna hurðina inn á salerni vélarinnar. Vísir/Getty
Karlmaður var handtekinn og sektaður um sex hundruð evrur, um 85 þúsund krónur, eftir að hann reyndi að opna flugvélahurð í háloftunum í flugi KLM á leið frá Edinborg til Amsterdam. Maðurinn, James Gray, sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann væri að opna hurðina inn á salerni vélarinnar.

Í frétt Telegraph kemur fram að Gray hafi einnig verið meinað að fljúga með KLM næstu fimm árin.

Gray var settur í varðhald um leið og vélinni var lent á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Þurfti hann að dvelja þar næturlangt áður en honum var sleppt gegn greiðslu sektarinnar.

„Áhöfnin sagði mér að sitja kyrr í sæti mínu og að ég yrði handtekinn þegar vélinni yrði lent. Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að um einföld mistök hafi verið að ræða. Þetta var misskilningur,“ segir Gray.

Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann mætti ekki fljúga með KLM næstu árin fyrr en eftir að hann reyndi að fljúga aftur heim til Edinborgar og áhöfn neitaði honum að fara um borð.

Gray segist hafa þurft að fá lánaða peninga frá vini sínum til að komast aftur heim til Skotlands. „Ég var sektaður um 600 evrur. Ég var bara með 750 evrur með sér svo ég varð að lána peninga fyrir ferðalaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×