Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 12:39 Drengur með hund býr sig undir að yfirgefa heimili sitt í Port Richey í Flórída vegna fellibyljarins Miltons. Á hlera fyrir glugga er letrað „Burt með þig, Milton“. AP/Mike Carlson Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira