Innlent

Víðtæk leit við Hofsjökul

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/vilhelm
Víðtæk leit stendur nú yfir að þýskum ferðamanni á hálendinu á milli Hofsjökuls og Kjalvegar, en þar gengur nú á með skúrum og er skyggni fremur slæmt. Hann varð viðskila við félaga sinn, sem komst niður á veginn þar sem hann stöðvaði bíl og fékk að hringja eftir hjálp, en mennirnir voru báðir símalausir.

Leit hófst svo á tólfta tímanum í gærkvöldi og leituðu á fjórða tug björgunarsveitamanna í alla nótt, en án árangurs. Kalsa veður er á svæðinu eins og áður sagði, en maðurinn mun vera mjög vel búinn. Þyrla verður væntanlega send til leitar ef eitthvað léttir til á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×