Heimilt að sjá gosið úr tíu kílómetra fjarlægð Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2015 19:52 Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann. Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann.
Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45
Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00