Heildarvelta Smáþjóðaleikanna meira en 600 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 16:00 Lárus L. Blöndal, Dagur B. Eggertsson og Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Mynd/ÍSÍ Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana. Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana.
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira