Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 13:00 Fjórmenningarnir hefja allir afplánun í Hegningarhúsinu. Vísir Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira