Martin fór á kostum í seinni hálfleik tryggði LIU sigurinn á vítalínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 10:00 Martin Hermannsson var frábær í seinni hálfleik. vísir/andri marinó Martin Hermannsson, íþróttamaður Reykjavíkur 2014, var hetja LIU Brooklyn í bandarísku háskólakörfunni í nótt. LIU vann lið Robert Morris-háskólans, 63-62, eftir að vera undir, 40-30, í hálfleik. Martin skoraði síðustu tvö stig LIU af vítalínunni þegar ein mínúta og 19 sekúndur voru eftir af leiknum. Joel Hernandez, liðsfélagi Martins og Elvars, átti líka stóran þátt í sigrinum undir lokin, en hann tók mikilvægt sóknarfrákast, stal einum bolta og varði síðasta skot heimamanna um leið og flautan gall. Varnarleikur svartþrastanna úr Brooklyn skilaði sigrinum í seinni hálfleik, en skotnýting heimamanna í Robert Morris fór úr 52,6 prósentum í fyrri hálfleik niður í 25 prósent í seinni hálfleik. Martin skoraði tólf stig í leiknum, öll í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson spilaði 26 mínútur í leiknum á móti 34 hjá Martin og skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. LIU er búið að vinna ellefu leiki og tapa þrettán á tímabilinu í heildina en er með sjö sigra og sex töp innan sinnar deildar. Kristófer Acox átti góðan leik fyrir Furman-háskólaliðið í nótt, en það dugði ekki til. Kristófer og hans menn voru saltaðir á útivelli gegn VMI, 93-59. Kristófer var stigahæstur sinna manna með 14 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, en hann hitti úr sex af átta skotum sínum í teignum. Furman er búið að vinna sjö leiki en tapa 17. Gunnar Ólafsson var ekki í liði St. Francis sem vann öruggan sigur á Wagner-háskólanum, 83-66, á heimavelli. Gunnar og hans menn eru í mjög góðum málum með 17 sigra og níu töp (11-2 innan sinnar deildar). Körfubolti Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Martin Hermannsson, íþróttamaður Reykjavíkur 2014, var hetja LIU Brooklyn í bandarísku háskólakörfunni í nótt. LIU vann lið Robert Morris-háskólans, 63-62, eftir að vera undir, 40-30, í hálfleik. Martin skoraði síðustu tvö stig LIU af vítalínunni þegar ein mínúta og 19 sekúndur voru eftir af leiknum. Joel Hernandez, liðsfélagi Martins og Elvars, átti líka stóran þátt í sigrinum undir lokin, en hann tók mikilvægt sóknarfrákast, stal einum bolta og varði síðasta skot heimamanna um leið og flautan gall. Varnarleikur svartþrastanna úr Brooklyn skilaði sigrinum í seinni hálfleik, en skotnýting heimamanna í Robert Morris fór úr 52,6 prósentum í fyrri hálfleik niður í 25 prósent í seinni hálfleik. Martin skoraði tólf stig í leiknum, öll í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson spilaði 26 mínútur í leiknum á móti 34 hjá Martin og skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. LIU er búið að vinna ellefu leiki og tapa þrettán á tímabilinu í heildina en er með sjö sigra og sex töp innan sinnar deildar. Kristófer Acox átti góðan leik fyrir Furman-háskólaliðið í nótt, en það dugði ekki til. Kristófer og hans menn voru saltaðir á útivelli gegn VMI, 93-59. Kristófer var stigahæstur sinna manna með 14 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, en hann hitti úr sex af átta skotum sínum í teignum. Furman er búið að vinna sjö leiki en tapa 17. Gunnar Ólafsson var ekki í liði St. Francis sem vann öruggan sigur á Wagner-háskólanum, 83-66, á heimavelli. Gunnar og hans menn eru í mjög góðum málum með 17 sigra og níu töp (11-2 innan sinnar deildar).
Körfubolti Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira