Lífið

Leigubílstjóra götunnar gerð skil í nýju hlaðvarpsleikriti

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Axel taxi fjallar um leigubílstjóra sem dregst inn í glæpsamlega atburðarás.
Axel taxi fjallar um leigubílstjóra sem dregst inn í glæpsamlega atburðarás. Vísir/Stefán
„Þetta fjallar um Axel taxa, leigubílstjóra götunnar, sem lendir í óvæntu ævintýri og dregst inn í glæpsamlega atburðarás,“ segir Steindór Grétar Jónsson um hlaðvarpsleikritið Axel taxa sem hann skrifar.

Axel taxa leikur Máni Arnarsson og Margrét Erla Maack fer með hlutverk Júlíu Fix, sem leitar að manninum sínum með hjálp Axels taxa. Auk Margrétar og Mána hafa nokkrir gestaleikarar komið við sögu og Steindór segir von á fleirum.

„Það er dálítið af frægu fólki að koma í þáttinn, ég get lofað því. Tónlistarfólk, stjórnmálamenn og alls konar frægar manneskjur sem munu spjalla við Axel,“ segir Steindór dularfullur.

Margrét, Máni og Steindór eru á spunanámskeiði hjá Dóru Jóhannsdóttur og segir Margrét það nýtast vel. Handritið fá þau Máni afhent á sunnudagskvöldum og teymið hittist á mánudögum og tekur upp.

Hún segir vinnuna á bak við leikritið hina skemmtilegustu. „Það er líka gott að gera svona með vinum sínum af því að öll leikstjórn sem maður fær er með svo mikilli væntumþykju,“ segir Margrét Erla.

Hlaðvarpsleikritið Axel taxi er birt hvern miðvikudag á Facebook.com/axeltaxipodcast.

Hér má hlusta á fyrsta þátt Hlaðvarpsleikritsins Axel Taxi, Nú eru góð rán dýr: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×