Lífið

Helstu skemmtistaðir Reykjavíkur á níutíu sekúndum | Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svona voru Prikið, Kíkí og Hressó tæklaðir.
Svona voru Prikið, Kíkí og Hressó tæklaðir.
„Þetta var bara eitthvað flipp í vinnunni,“ segir Tómas Karl Guðsteinsson en hann ásamt Tómasi Gauta Jóhannssyni bjó til afar skemmtilega samantekt af skemmtistöðum Reykjavíkur á Snapchat. Myndböndin setti Tómas Karl í My Story og þaðan á vefinn.

„Við vorum í pásu í vinnunni og ég byrjaði að taka upp myndband af honum þar sem hann var eitthvað að dansa. Síðan kom þessi hugmynd upp og hann spann þetta bara svona smám saman,“ segir Tómas Karl um nafna sinn Gauta. Tómas Gauti hefur einmitt verið virkur í starfi Stúdentaleikhússins.

Ferðalagið byrjar á Prikinu og þaðan er haldið um bæinn. „Við tækluðum aðeins stereótýpuna frá hverjum einasta stað en allt gert í góðlátlegu gríni,“ segir Tómas Gauti. „Laginu var bara hent á og í kjölfarið spann ég þetta.“

Þetta bráðskemmtilega myndband má sjá hér fyrir neðan.

Við nafnarnir og vinnufélagarnir ákváðum að gera smá Snapp-samantekt í pásunni okkar um hina ýmsu skemmtistaði Reykjavíkurborgar... Smellið á HD og njótið

Posted by Tómas Karl Guðsteinsson on Tuesday, 4 August 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×