Reynir átti mjög góða sýningu og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann lauk keppni. Hann fékk eina níu hjá dómurum. Allt tókst eins og til var ætlast og vonandi á hann enn mikið inni fyrir úrslitin.
Keppnin var hörkuspennandi og það getur greinilega allt gerst.

Það fór kliður um áhorfendastúkuna þegar Guðmunda Ellen á hesti sínum Tý frá Skálatjörn, datt út í forkeppni í slaktaumatöltinu. Hún átti mjög góða sýningu þar til kom að ríða við lausan taum, þá tók Týr sig til og reið út úr brautinni og þar með gerði hún ógilt og fær ekki dóm.
Reglur í forkeppni T2 er að riðið er á frjálsum hraða á tölti einn hring og síðan hægt tölt einn hring. Eftir það er snúið við og einn hringur riðinn við slakan taum.
Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpli frá Vatni náði öðru sæti í úrslitum ungmenna með 6,77.