Erlent

Duda sest í stól forseta Póllands

Atli Ísleifsson skrifar
Andrzej Duda sór embættiseið í morgun.
Andrzej Duda sór embættiseið í morgun. Vísir/AFP
Andrzej Duda tekur í dag við embætti forseta Póllands, en hann bar óvænt sigur úr býtum í forsetakosningunum í maí síðastliðinn.

Duda tekur við embættinu af Bronislaw Komorowski sem tók við embættinu 2010.

Forsætisráðherraembætti Póllands er valdamesta embættið í landinu en forsetinn er æðsti yfirmaður hersins, mikilvæg rödd í utanríkismálum landsins og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem þingið hefur samþykkt.

Duda hlaut 53 prósent atkvæða í einni umferð forsetakosninganna, en Komorowski 47 prósent.

Fréttaskýrandi BBC segir þá þá Komorowski og Duda báða vera íhaldsmenn, þó að nokkur munur sé á þeim. Komorowski er stuðningsmaður ESB og þykir frjálslyndari en Duda, sem er andvígur fóstureyðingum, glasameðferðum og hjónaböndum samkynhneigðra. Duda sækir helst stuðning í austurhluta landsins, nærri landamærunum að Úkraínu.

Þingkosningar í haust

Pólverjar kjósa sér nýtt þing þann 25. október. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarflokkurinn Borgaravettvangurinn, sem hefur verið við völd síðastliðin átta ár, muni mæta harðri andstöðu frá Laga- og réttlætisflokknum, flokki Duda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×