Brúum bilið! Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun