Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 20:39 Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira